Útisvæði

Á Árskógssandi höfum við þann eiginleika að vera með útsýni í allar áttir. Hrísey, Kaldbak, Þorvaldsdalur og Múlinn.

Heitapottarnir eru tveir og taka þeir 8-10 manns hvor. Þeir innihalda aðeins vatn og eru því eins og gömlu góðu heitu pottarnir.

Pottarnir okkar tveir eru handsmíðaðir úr cedrus viði og koma alla leið frá Kanada.

Ásamt því erum við með sauna tunnu úr cedrus við, frá sama framleiðanda.

Útiklefarnir okkar eru tveir.

Í útipottana og saunu kostar 2.000 kr á mann. Innifalið ef farið er í bjórbað.

Hægt er að fá handklæði og sloppa gegn gjaldi.