Hvernig virkar bjórbað?

 

Þegar þú mætir tekur starfsfólk okkar vel á móti þér,

lætur þig fá handklæði og vísar þér í rétta búningsklefa.

Þar höfum við læsta skápa fyrir fötin þín og aðra persónulega muni.

Við mælum með að sleppa sundfötum í bjórbað.

Starfsmaður tekur síðan á móti þér fyrir utan klefann og vísar þér í þitt einka herbergi.

Eftir 25 mínútur í baði, bönkum við léttilega á hurðina til að láta þig vita að þinn tími sé liðinn.

Við bíðum eftir þér og vísum þér upp í slökunarherbergi þar sem þú slakar á í aðrar 25 mínútur.