Hvað gerir bjórbað fyrir þig?

Hvað gerir bjórbað fyrir þig?

Í bjórbaði baðar maður sig í ungum bjór, lifandi bjór geri, humlum, vatni, bjór olíu og bjór salti.

Bjórinn sem við notum í baðið er ungur í gerjum og er á þeim stað í ferlinu að hann hefur lágt pH gildi og hefur þar af leiðandi stinnandi og mýkjandi áhrif á húð og hár.

Bjór gerið sem notað er í böðin er einstaklinga ríkt af nánast öllum B- Vítamín skalanum, sem er einstaklinga endurnærandi fyrir húð og hár. Einnig er gerið mjög ríkt af próteini, kalíum, járni, zink og magnesíum.

Humlarnir sem eru notaðir í böðin hafa mjög góð áhrif á líkamann þar sem þeir eru ríkir af Andoxunar efnum og Alfa sýrum. Olíurnar og örefnin úr plöntunni hafa bólgueyðandi áhrif og eru einnig notuð til að minnka roða í húð og hafa góð áhrif á æðakerfið. Það er sannað að humlar hafa slakandi áhrif á vöðva og líkama.

Ekki er mælst með því að sturta sig næstu 3 til 5 klukkustundir eftir baðið, því baðið hefur mjög endurnærandi og mýkjandi áhrif á húðina.

Hitastig baðanna er um 37 til 39°C og fyllt upp með nýrri blöndu fyrir hvern kúnna.

 

Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.