Skilmálar

Skilmálar

DalPay.is er löglegur endursöluaðili fyrir Bjórböðin ehf (http://www.bjorbodin.is).

Þessi færsla mun birtast á reikningsyfirlitinu þínu sem dalpay.is +354 412 2600

 

Greiðslufyrirkomulag

Boðið er að greiða við bókun eða á staðnum. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Athugið að verð geta breyst án fyrirvara.

Þegar þú bókar á heimasíðu Bjórbaðanna færðu sendan E-miða í tölvupósti. Þessum miða þarf að framvísa við komu í Bjórböðin svo mikilvægt er að prenta miðann út.

Hvern miða er einungis hægt að nota einu sinni.

Þegar bókað er á heimasíðunni ertu beðinn um að velja dagsetningu og tímasetningu komu þinnar. E-miðinn gildi eingöngu á því tímabili sem þú velur í bókunarferlinu.

 

Borga á staðnum

Ef þú velur að borga á staðnum / pay on arrival, gerir þú hið sama og fyrir ofan. Prentar út E – miða sem sendist á netfangið þitt.

Bjórböðin áskilur sér rétt til að rukka fyrir bókunina fullt gjald ef ekki er afbókað á réttum tíma (sjá Afbókanir fyrir ofan) eða ekki mætt í þann tíma sem bókað er í.

 

Breyting á bókun

Ef þú vilt breyta einhverju í bókun sem hefur verið greidd fyrir og staðfest, þá áskilur Bjórböðin sér rétt til að rukka 1.000 kr breytingargjald. Ef þú vilt breyta bókum, skal beiðnin berast á bjorbodin@bjorbodin.is.

Afbókanir

Allar afbókanir skulu vera sendar skriflega til Bjórbaðanna, með því að senda á netfangið bjorbodin@bjorbodin.is.

  • 90% af verði bókunar er endurgreitt, ef bókun berst með meira en 3 daga fyrirvara.
  • 50% af verði bókunar er endurgreitt, ef afbókun berst með 24-72 klst fyrirvara.
  • Ekkert er endurgreitt ef afbókum berst með minna en 24 klukkustunda fyrirvara.

 

Bjórböðin áskilur sér rétt til að breyta eða ógilda alla bókanir ef upp koma óviðráðanlegar aðstæður sem valda þess að Bjórböðin geti ekki sinnt sinni reglubundni starfssemi. Aðstæður eins og verkföll, náttúruhamfarir, veður eða sambærilegra aðstæðna sem gætu valið tímabundinni lokun. Ef bókun er breytt af hálfu Bjórbaðanna átt þú rétt á fullri endurgreiðslu.

  

Ábyrgð og reglur

  • Gestir fara í Bjórböðin á eigin ábyrgð og bera ábyrgð á börnum sem eru í þeirra fylgd.
  • Hver og einn tekur ábyrgð á eigin heilsufari.
  • Engin ábyrgð er tekin á verðmætum sem gestir kunna að hafa með sér.
  • Vinsamlegast athugið að gólf geta verið hál og/eða blaut.
  • Athugið að Bjórböðin eru staðsett við sjóbakka.
  • Athugið að lækur er staðsettur 200 metra frá Bjórböðunum.

 

Bjórböðin áskilur sér rétt á að stytta tímann ef viðskiptavinur mætir of seint.

 

Bjórböðin áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.