Um okkur

Bjórböðin voru stofnuð árið 2015 af Agnesi Önnu Sigurðardóttur, Ólafi Þresti Ólafssyni, Sigurði Bragi Ólafssyni og Ragnheiði Ýr Guðjónsdóttur.

 

Hugmyndin af Bjórböðunum komu frá Agnesi Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bruggsmiðjunnar Kalda.

En hún var á ferðalagi um Tékkland ásamt Ólafi manni sínum árið 2008.

Þau heimsóttu þar bjórspa og prófuðu bjórbað og síðan þá hefur þessi hugmynd verið í kollinum á henni.

Það hefur alltaf verið draumur hennar að koma þessu af stað hér á Íslandi en aldrei gafst tækifærið eða tíminn.

Haustið 2014 kom þessi umræða upp og með góðu fólki var ákveðið að byrja á verkefninu.

Fyrsta skrefið var að heimsækja bjórböð út í heimi og var ákveðið að fara þar sem þetta allt saman byrjaði: Tékkland.

Heimsótt var tvö bjórböð í Tékklandi og eitt í Slóvakíu.

 

Eftir ferðalagið hófst ýmisskonar hugmyndavinna, viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun.

Þann 28 september 2016 var fyrsta skóflustunga.

 

Saga hússins er hægt að lesa hér.